Finnum jafnvægi
Að lifa með missi og áföllum

Fræðsla, sjálfstyrking, úrvinnsla
Fyrir hverja?
Námskeið fyrir einstaklinga sem hafa upplifað áföll eða missi og vilja vinna með langvarandi áhrif þeirra í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Hentar sérstaklega þeim sem glíma við langvarandi sorg (PGD), gömul áföll eða viðvarandi streitu.
Lýsing
Áföll og sorg eru djúpar og sterkar tilfinningar sem geta haft langvarandi áhrif á líðan, sjálfsmynd og þátttöku í lífi og starfi. Námskeiðið byggir á fræðilegum grunni, reynslunámi og uppbyggilegum aðferðum sem styðja við úrvinnslu og þroska. Við sameinum hugrænar, tilfinningalegar og líkamsmiðaðar nálganir með áherslu á sjálfsvinnu, tengsl og styrkingu.
Markmið
- Að þátttakendur öðlist innsýn í áhrif sorgar og áfalla á líf sitt
- Að skapa öruggt rými til úrvinnslu, hlustunar og lærdóms
- Að efla tengsl við sjálfan sig og aðra
- Að vinna með sjálfsmynd, tilgang og von
- Að tileinka sér bjargráð og róandi/styrkjandi aðferðir (núvitund, öndun, slökun)
- Að móta nýja sýn á framtíðina
Nálgun námskeiðsins
Stuðningsnámskeið með fræðslu, sjálfstyrkingu og hópvinnu sem miðar að því að skapa öruggt rými fyrir sjálfsskoðun, úrvinnslu og tengingu. Byggir á viðurkenndum grunni úr áfallamiðaðri nálgun (trauma-informed care), sorgarvinnu, núvitund, bjargráðum og skapandi verkefnum.
Tímalengd og þátttaka
Heildartími: 18 klst. (6 skipti × 3 klst.)
Fjöldi: 10–14 þátttakendur í lokuðum hópi (lágmarksþátttaka 10 manns)
Verð: 65.500.-
Leiðbeinendur
Fagaðilar með áralanga reynslu af sorgar- og áfallavinnu, bæði faglega og persónulega. Námskeiðið er samstarfsverkefni NIASO og Vinsemdar þar sem þær Ína og Nína leiða hesta sína saman. Nálgun þeirra einkennist af hlýju, nærgætni og öryggi, og sækja þær nú báðar frekari þekkingu í listmeðferðarfræði.


Nína er hjúkrunarfræðingur og meðferðaraðili með víðtæka reynslu af starfi með fólki í viðkvæmum aðstæðum
Ína er sálgætir og kennari með áralanga reynslu, stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar.