Algengar spurningar
Hér má sjá algengar spurningar frá skjólstæðingum.
1
Virkar RTT?
Klárlega, hins vegar er þetta ekki töfralausn, þú verður að vilja breytingar og þú verður að taka þátt í þinni vegferð til betri líðan.
2
Hvað ef ég tel mig vita ástæðuna fyrir vandamáli mínu
Það sem gerir RTT einstakt er að jafnvel þótt þú teljir þig vita ástæðuna, þá sérðu hana á nýjan hátt. Það er það sem gerir þér kleift að breyta merkingu á túlkun þinni og að lokum breyta sjálfum þér. Margir skjólstæðingar fara til baka í minningar/atvik sem eru allt öðruvísi en þeir bjuggust við. Treystu því að hugur þinn sýni þér nákvæmlega það sem þú þarft að sjá. Mundu: ef þú vissir raunverulega ástæðuna á bak við vandamálið þitt, hefðirðu líklega lagað það nú þegar.
3
Hvað ef ég held að það sé ekki hægt að dáleiða mig
Það er hægt að dáleiða alla og samþykkja tillögur sem þú kýst að samþykkja. Mundu að dáleiðsla er algjörlega náttúrulegt ástand, það er mjög svipað ástandinu sem þú ferð í gegnum þegar þú sofnar og vaknar. Þú ert í dáleiðsluástandi mörgum sinnum á dag.
4
Hvenær byrja ég að finna fyrir breytingum?
Það er talað um þrjár tegundir breytinga tengda RTT - hver skjólstæðingur er einstakur:
i. Strax: Þú finnur fyrir mikilli breytingu/létti strax - tafarlausar breytingar á lífeðlisfræði þinni, hugsunum og hegðun strax í tímanum.
ii. Smám saman: Þú upplifir breytingar á hverjum degi, eða með tímanum.
iii. Afturvirkt: Þú sérð ekki breytingarnar strax og svo einn daginn lítur þú skyndilega til baka og sérð allt það sem er breytt í lífi þínu.