top of page

Reiki heilun

Image by Mohamed Nohassi

Hvað er Reiki heilun?

Það er japönsk orku-heilunaraðferð sem Dr. Mikao Usui enduruppgötvaði seint á 18.öld en Reiki hefur verið iðkað í yfir 2500 ár
 
Í meðferðinnu er unnið með orkustöðvar líkamans og hefur meðferðin mjög slakandi áhrif á þann sem þiggur meðferðina.

Í meðferðinni er unnið að að því að losa um stíflur og koma af stað betra orkuflæði í líkamanum og þá um leið betra jafnvægi á líkama og sál.

 

Meðferðaraðilinn notar tækni sem kallast lófaheilun þar sem alheimsorka flæðir gegnum lófa meðferðaraðilans til skjólstæðingsins og notaðir eru jafnframt orkusteinar til að auka áhrif meðferðarinnar.

Reiki heilun er notuð til að losa um streitu og kvíða, losa spennu í líkamanum, hraða græðanda og bæta almenna líðan.

 

Orðið Reiki er samsett úr orðunum Rei sem þýðir guðleg vitund og Ki sem þýðir lífsorka. Reiki er því lífsorka sem flæðir í gegnum hendur heilara til þess sem tekur á móti orkunni.

Meðferðin fer fram þannig að skjólstæðingurinn leggst full klæddur á bekk og kemur sér þægilega fyrir. Í tímanum snertir meðferðaraðilinn létt höfuð, hendur, bringu, kvið og fætur en að öðru leiti eru hendur meðferðaraðilans rétt fyrir ofan líkama skjólstæðingsins.  Orkusteinar eru settir á eða við orkustöðvar líkamans. Margir fara í mjög djúpa slökun eða jafnvel sofna á meðan meðferð stendur. 

bottom of page