top of page

​Hvað er RTT?

​

Rapid Transformational Therapy (RTT) er öflug meðferðardáleiðsla þróuð af Marisu Peer í yfir 30 ár. Hún vinnur beint í undirmeðvitundinni og fer hratt að rót vandans. Þegar rótin er fundin öðlast þú dýpri skilning – og þar með frelsi til varanlegrar umbreytingar.

​

Breytingarnar eru djúpar og varanlegar. Oft nægir ein meðferð til að losa þig frá gömlum mynstrum, svipað og þegar þú áttaðir þig á því að jólasveinninn eða tannálfurinn væri ekki til – þá trúðirðu einfaldlega ekki lengur á það gamla.

​

RTT nýtir neuroplasticity – hæfni heilans til að endurforrita sig og mynda nýjar taugabrautir á öllum aldri. Þannig geturðu skipt út takmarkandi hugsunum og hegðun fyrir valdeflandi trú og nýtt mynstur sem styrkir þig til framtíðar.

​

Hugsanir eru grunnurinn að öllu: þær móta tilfinningar, sem móta hegðun og gjörðir. Með RTT færðu tækifæri til að breyta hugsuninni – og þar með lífi þínu.

Með RTT er hægt að vinna með eftirfarandi:

  • Áföll

  • Eflir sjálfstrú, sjálfstraust og sjálfsmyndina

  • Depurð

  • Frammistöðu í íþróttum

  • Frestunaráráttu

  • Frjósemi, meðgöngu, fæðingu

  • Fóbíur: flughræðslu, lofthræðslu, nálar, tannlæknarhræðslu

  • Fíkn: reykingar, áfengi, kynlíf

  • Kulnun og örmögnun

  • Kvíða, streitu, samviskubit

  • Ræðumennsku, að getað tala fyrir framan aðra

  • Svefnvandamál 

  • Úrvinnsla andlegs,- líkamlegs-, og kynferðisofbeldis

  • Vinna með líkamsímynd, óheilbrigðar matarvenjur og þyngdarstjórnun 

  • Þunglyndi

Umbreytingin byrjar með einu símtali 

​

© 2022 by Jónína K. Snorradóttir Proudly created with Wix.com

bottom of page