Jónína K. Snorradóttir
Hjúkrunarfræðingur, RTT meðferðardáleiðari og Reiki heilari
Netfang
Heimilisfang
​Lífsgæðasetrið St.jó
Suðurgata 41, 4 hæð
220 Hafnarfjörður
Um mig
Ég heiti Jónína Kristín Snorradóttir en er alltaf kölluð Nína, ég er gift, á þrjú börn og bý í Hafnarfirði. Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2005 og hef starfað við ýmis hjúkrunarstörf, má þar nefna skólahjúkrun og öldrunarhjúkrun en hvoru tveggja var mjög gefandi.
​
Ég lauk meistaragráðu árið 2014 í Verkefnastjórnun og starfaði sem verkefnastjóri almennra slysavarna hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg af mikilli ástríðu þar til ég fór í veikindaleyfi vegna örmögnunar árið 2018. Í mínu bataferli kynntist ég RTT og sú aðferðafræði heillaði mig sem leiddi til þess að ég nam þau fræði og útskrifaðist í mars 2022.
​
Það má segja að ég hafi fundið ástríðu mína aftur eftir að hafa prófað ýmis meðferðaúrræði en þegar ég prófaði RTT þá upplifði ég sterkt á eigin skinni hversu öflug hún er. Ég á töluverða áfallasögu að baki og þessi aðferðafræði er mögnuð leið til að að vinna úr áföllum og þeim lífsins verkefnum sem okkur eru falin.​
​
â€‹Í október lét ég verða að því að fara á námskeið í Reiki heilun eftir langa umhugsun og tók ég I og II stig í þeim fræðum. Ég og býð nú upp á tíma í þeirri dásamlegu meðferð.
​
​Ég er með notalega meðferðarstofu í Lífsgæðasetrinu St.jó í Hafnarfirði.
Vertu velkomin!