Draumakort II
Hver er þín vegferð?

Sköpun, innsæi, slökun
Námskeiðslýsing
Hefur þú hugleitt hvað vill koma fram þegar þú hægir á?
Þetta námskeið er fyrir þig sem vilt stíga skrefið dýpra inn í skapandi sjálfskoðun og tengingu við innri stefnu.
Við vinnum með draumakort sem verkfæri til að skoða það sem býr undir yfirborðinu, óskir, gildi, tilfinningar og innri visku sem fær oft ekki nægt rými í dagsins önn.
Áherslan er ekki á markmiðasetningu heldur á ferlið sjálft, upplifunina og tengslin við það sem vill koma fram.
Ferlið
Námskeiðið skiptist í tvo meginhluta:
1. Skapandi úrvinnsla þar sem við byrjum á einföldum æfingum sem hjálpa þér að skýra hugsanir þínar og áherslur. Við vinnum með myndir, liti og orð til að skapa draumakort sem endurspeglar þinn innri heim og þá stefnu sem vill mótast.
2. Slökun og samþætting þar sem þátttakendur eru leiddir inn í djúpslökun og dýpka tengslin við draumakortið. Slökunin styður við innri vinnu kvöldsins og getur hjálpað til við að festa innsýn, tilfinningar og myndir á dýpri hátt.
Þú þarft ekki að vera listamaður til að útbúa draumakort - ferlið leiðir þig áfram.
Tímalengd og þátttaka
2 og 1/2 klst.
Kvöldnámskeið (19:30- 22:00)
Fjöldi 8 –14 þátttakendur
Farið verður af stað þegar lágmarks þátttöku er náð.
Innifalið
Öll námskeiðsgögn
Létt hressing
Staðsetning
Lífsgæðasetur - St. Jó, Hafnarfirði
Verð: 7.500 kr.
Fyrir hverja er námskeiðið?
-
Fyrir þau sem hafa áhuga á sjálfsvinnu, skapandi ferli og innri tengingu
-
Fyrir þau sem vilja gefa sér meiri tíma og rými
-
Fyrir þau sem finna þörf fyrir kyrrð, dýpt og samþættingu
Námskeiðið er sniðugt fyrir vinahópa, starfsmannahópa, saumaklúbbinn o.fl. og er þá gott að bóka á nina@niaso.is
Einnig komum við á vinnustaði og getum aðlagað verkefnin að þörfum vinnustaðarins, hvort sem áherslan er á samvinnu, sköpun eða starfsanda.
Hafið samband fyrir nánari upplýsingar á nina@niaso.is
Leiðbeinendur
Námskeiðið er samstarfsverkefni NIASO og Vinsemdar þar sem þær Nína og Ína taka höndum saman.

Jónína Snorradóttir er hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri og núvitundar og hugleiðslu kennari. Nína er einnig í listmeðferðarnámi hjá Háskólanum á Akureyri og með víðtæka reynslu af starfi með fólki í viðkvæmum aðstæðum.Hún leggur áherslu á faglegan og hlýjan stuðning og að skapa öryggi og innri ró.

Ína Sigurðardóttir er sálgætir, kennari, markþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum með áherslu á geðheilbrigði og áföll. Ína er einnig í listmeðferðarnámi við Háskólann á Akureyri og hefur áralanga reynslu í stuðnings- og fræðslustarfi með einstaklingum og hópum. Hún leggur áherslu á nærgætni, fagmennsku og skapandi nálgun í vinnu sinni.
