Hvað er RTT?
„Rapid Transformational Therapy“ eða RTT er meðferðardáleiðsla þróuð af hinni heimsþekktu Marisu Peer í yfir 30 ár. Dáleiðsla er notuð til að vinna beint í undirmeðvitundinni, þannig er hægt að komast hratt og örugglega að rót þess vanda sem verið er að vinna með í það skiptið. Þegar búið er að komast að rót vandans þá veitir það skilning og þá fyrst er hægt að vinna með það. Í kjölfar þeirrar vinnu öðlast þú skilning og þá fyrst er hægt að vinna með rót vandans og þá í kjölfarið öðlast þú frelsi til að umbreytast varanlega á kröftugan og árangursríkan hátt.
Breytingarnar og frelsið er varanlegt og eftir aðeins eina dáleiðslumeðferð öðlast þú skilning og frelsi á þeim vanda sem þú vilt vinna með. Það má líkja þessu saman við að þegar þú komst að því að jólasveinninn eða tannálfurinn var ekki raunverulegur. Þú öðlaðist þannig nýjan skilning og trú en það sama gerist á eftir dáleiðslumeðferðina. Þá munt þú aldrei aftur trúa á gömlu viðhorfin sem létu þig festast í þjáningunni.
RTT aðstoðar þig með þessa umbreytingu með því að endurforrita hugann sem kallast Neuroplasticity. Þetta gerir fólki kleift að móta og hafa áhrif á hegðun sína og getu, því heilinn getur myndað nýjar heila- og taugabrautir á öllum aldri. Þessi endurforritun heilans hjálpar þér að skipta út gamalli og takmarkandi trú og hegðun fyrir nýja, kröftuga, valdeflandi trú og hegðun sem gagnast þér allt lífið.
RTT aðstoðar þig við að breyta hugsun þinni, því hugsun er grunnurinn að öllu. Hugsun hefur áhrif á tilfinningar og tilfinningar hafa áhrif á hegðun og gjörðir. Til að breyta hegðun/gjörðum þá þarf að breyta hugsuninni.
Hér er dæmi um viðfangsefni sem RTT vinnur með:
-
Áföll
-
Eflir sjálfstrú, sjálfstraust og sjálfsmyndina
-
Depurð
-
Frammistöðu í íþróttum
-
Frestunaráráttu
-
Frjósemi, meðgöngu, fæðingu
-
Fóbíur: flughræðslu, lofthræðslu, nálar, tannlæknarhræðslu
-
Fíkn: reykingar, áfengi, kynlíf
-
Kulnun og örmögnun
-
Kvíða, streitu, samviskubit
-
Ræðumennsku, að getað tala fyrir framan aðra
-
Svefnvandamál
-
Úrvinnsla andlegs,- líkamlegs-, og kynferðisofbeldis
-
Verkjameðferð, endurhæfing
-
Vinna með líkamsímynd, óheilbrigðar matarvenjur og þyngdarstjórnun
-
Þunglyndi
Ef þú villt kanna hvort ég sé mögulega rétti meðferðaraðilinn fyrir þig, þá ekki hika við að smella á kassann hér fyrir neðan og bókaðu kynningar símtal hjá mér.