top of page
Sunset over the lake in the village. View from a wooden bridge, image in the orange-purple

Núvitund og hugleiðsla

Núvitund og hugleiðsla eru öflug verkfæri til að draga úr streitu, styrkja einbeitingu og auka vellíðan í daglegu lífi. Í gegnum leiðslur og æfingar gefst þér tækifæri til að staldra við, anda djúpt og tengjast sjálfri/sjálfum þér á nýjan hátt.

Ég býð upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja vinna með líðan sína og finna innri ró, en einnig fyrir hópa, t.d. á vinnustöðum, í vinahópum eða fjölskyldum. Slíkar stundir geta verið nærandi og styrkjandi bæði fyrir einstaklinginn og samskipti innan hópsins.

Hvað gerist í leiddri djúpslökun eða hugleiðslu?

  • Líkaminn fer úr streituviðbragði í hvíldarástand.

  • Hjartsláttur og öndun róast.

  • Heilinn fær tækifæri til að jafnvægisstilla sig og endurnærast.

  • Streita og spennur minnka, sem getur haft jákvæð áhrif á svefn, einbeitingu og líðan til lengri tíma.

Ávinningur

  • Dregur úr kvíða og streitu.

  • Eykur ró, jafnvægi og einbeitingu.

  • Styrkir sjálfsvitund og sjálfsþekkingu.

  • Skapar rými fyrir endurnýjun og vellíðan.

Hvort sem þú kemur sem einstaklingur eða með hópi, þá er þetta hlý og örugg stund þar sem þú getur slakað á, fundið frið í huga og líkama og öðlast aukna orku til daglegs lífs.

© 2023 by Jónína K Snorradóttir created withWix.com

bottom of page