top of page

Um mig

Ég heiti Jónína Kristín Snorradóttir, en flestir kalla mig Nínu. Ég er gift, á þrjú börn og bý í Hafnarfirði. Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2005 og hef starfað á ýmsum sviðum hjúkrunar, m.a. í skólahjúkrun og öldrunarhjúkrun, sem bæði var gefandi og dýrmæt reynsla.

Árið 2014 lauk ég meistaragráðu í verkefnastjórnun og starfaði sem verkefnastjóri almennra slysavarna hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Árið 2018 fór ég í veikindaleyfi vegna örmögnunar og hófst þá mitt eigin bataferli.

Í því ferðalagi kynntist ég RTT-meðferð og upplifði sjálf hversu öflug hún getur verið. Sú reynsla varð til þess að ég ákvað að nema RTT og útskrifaðist árið 2022. Í kjölfarið bætti ég við mig fleiri nálgunum, m.a. Reiki-heilun og núvitund. Í dag sameina ég alla þessa þekkingu og reynslu í starfi mínu hjá NIASO – þar sem ég styð fólk sem hefur upplifað áföll eða áskoranir með faglegum og hlýjum hætti.

Menntun og þjálfun

✔ BS í hjúkrunarfræði – Háskóli Íslands
✔ MS í verkefnastjórnun – Háskóli Íslands
✔ RTT – Rapid Transformational Therapy
✔ Reiki-heilun, stig I og II – Reiki-meistari
✔ Sáttamiðlun – Sáttamiðlaraskólinn
✔ Núvitundar- og hugleiðslukennari
✔ Í námi í Listmeðferðarfræði

© 2023 by Jónína K Snorradóttir created withWix.com

bottom of page