top of page

Finnum styrk 

Að byggja nýjan grunn eftir sambandsslit

Skilnaður - heimasíða -breið.avif

Fræðsla, sjálfstyrking, úrvinnsla

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem hafa gengið í gegnum skilnað eða sambandsslit og vilja finna leiðir til að vinna með líðan, sjálfsmynd og nýtt hlutverk í lífinu. Hentar sérstaklega þeim sem upplifa sorg, óöryggi eða langvarandi spennu og vilja styrkja sig í breytingum sem fylgja sambandsslitum.

Lýsing

Skilnaður er ein stærsta umbreyting sem einstaklingur getur gengið í gegnum og hefur áhrif á marga þætti lífsins. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á fræðslu, sjálfstyrkingu og hópastarf sem styður þátttakendur í að vinna úr reynslu sinni, efla sjálfstraust og móta nýjar leiðir til framtíðar. Verkefni og samtöl hjálpa til við að takast á við tilfinningarnar sem fylgja sambandsslitum og byggja upp nýtt jafnvægi í lífinu.

Markmið

-Að skilja betur tilfinningaleg áhrif skilnaðar.

 -Að fá verkfæri til að takast á við breytingarnar.

 -Að efla sjálfsmynd og innri styrk.

 -Að skapa öruggt rými til úrvinnslu, hlustunar og lærdóms.

 -Að læra aðferðir sem veita ró og stuðning í daglegu lífi.

 -Að þróa nýja sýn á framtíðina og efla tilgang.

Nálgun námskeiðsins

Námskeiðið byggir á viðurkenndum aðferðum úr áfallafræði, skilnaðar- og sorgarvinnu, núvitund og bjargráðum. Einnig eru notuð skapandi verkefni sem styðja þátttakendur í úrvinnslu og nýrri sýn. Við sameinum hugrænar, tilfinningalegar og líkamsmiðaðar nálganir með áherslu á sjálfsvinnu, tengsl og styrkingu þar sem verkefni, hópavinna og jafningjasamtal mynda traustan grunn.

Tímalengd og þátttaka

6 skipti

Morgunnámskeið: 2. október, 9. október, 16. október, 23. október, 30. október, 6. nóvember.
Kvöldnámskeið: 6. október, 13. október, 20. október, 29. október, 3. nóvember, 10. nóvember.

Fjöldi 10–14 þátttakendur í lokuðum hópi

Staðsetning
Lífsgæðasetur - St. Jó, Hafnarfirði

Verð: 46.500.-

Leiðbeinendur

Fagaðilar með áralanga reynslu af sorgar- og áfallavinnu, bæði faglega og persónulega. Námskeiðið er samstarfsverkefni NIASO og Vinsemdar þar sem þær Ína og Nína leiða hesta sína saman. Nálgun þeirra einkennist af hlýju, nærgætni og öryggi, og sækja þær nú báðar frekari þekkingu í listmeðferðarfræði.

Ína andlitsmynd 228i8_JPG.avif

Nína er hjúkrunarfræðingur og meðferðaraðili með víðtæka reynslu af starfi með fólki í viðkvæmum aðstæðum

 

Ína er sálgætir og kennari með áralanga reynslu, stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar.

_MG_4727.jpeg

© 2023 by Jónína K Snorradóttir created withWix.com

bottom of page